1. Home
  2. Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Starfsfólk Menntamálastofnunar óskar góðri samstarfskonu, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, innilega til hamingju með Íslensku bókmenntaverðlaunin sem hún hlaut fyrir bókina Langelstur að eilífu í flokki barna- og ungmennabóka!

Bergrún Íris hefur verið öflugur höfundur og myndskreytir á námsefni Menntamálastofnunar. Hún er til að mynda höfundur bókarinnar Hauslausi húsvörðurinn sem tilheyrir flokknum auðlesnar sögubækur á léttu máli og er ætluð nemendum á unglingastigi.  Hún hefur einnig myndskreytt bækur eins og Orðspor, Alex og Rex, Hvali og Út í geim.            Mynd fengin af vef RÚV

Þá kom Bergrún Íris að gerð fræðslu- og hvatningarmyndbanda um skapandi skrif þar sem sett eru fram einföld en öflug sannleikskorn um skapandi hugsun og skapandi vinnubrögð. Myndböndin voru meðal annars gerð með það í huga að hægt væri að nýta þau í kennslustofunni.

 

 

skrifað 29. JAN. 2020.