Starfsfólk Menntamálastofnunar óskar góðri samstarfskonu, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, innilega til hamingju með Íslensku bókmenntaverðlaunin sem hún hlaut fyrir bókina Langelstur að eilífu í flokki barna- og ungmennabóka!
Bergrún Íris hefur verið öflugur höfundur og myndskreytir á námsefni Menntamálastofnunar. Hún er til að mynda höfundur bókarinnar Hauslausi húsvörðurinn sem tilheyrir flokknum auðlesnar sögubækur á léttu máli og er ætluð nemendum á unglingastigi. Hún hefur einnig myndskreytt bækur eins og Orðspor, Alex og Rex, Hvali og Út í geim. Mynd fengin af vef RÚV
Þá kom Bergrún Íris að gerð fræðslu- og hvatningarmyndbanda um skapandi skrif þar sem sett eru fram einföld en öflug sannleikskorn um skapandi hugsun og skapandi vinnubrögð. Myndböndin voru meðal annars gerð með það í huga að hægt væri að nýta þau í kennslustofunni.