Vefurinn Tempo hefur nú verið settur í loftið og er hann ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6. til 10. bekk.
Tempo skiptist í fimm þemu:
- HVERDAGEN
- MIN LILLE VERDEN
- KROP OG LIVSTIL
- NORDEN
- DEMO
Efnið byggir á svipuðum viðfangsefnum og þeim sem eru í kjarnaefni í dönsku hjá Menntamálastofnun og er áhersla á færniþættina lesskilning, samskipti, ritun og menningarlæsi.
Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun tölva eða snjalltækja við lausn þeirra. Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti sem býður upp á að nemendur og kennarar sjái möguleikana í að nýta þau í námi og kennslu.