Framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað a ðmæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla.
Fræðsluaðilar í framhaldsfræðslu eru þeir sem hafa viðurkenningu á grundvelli laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.
Menntamálastofnun veitir fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu samkvæmt 7. grein fyrrgreindra laga.
Fræðsluaðilar eða aðrir fagaðilar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti telur hæfa, geta sótt um vottun námskráa/námslýsinga til Menntamálastofnunar samkvæmt 6. grein laga um framhaldsfræðslu.