1. Forsíða
  2. Arndís Þórarinsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Arndís Þórarinsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut Arndís Þórarinsdóttir verðlaun fyrir bók sína Kollhnís.

Starfsfólk Menntamálastofnunar óskar Arndísi innilega til hamingju með verðlaunin en hún hefur verið öflugur höfundur námsefnis sem stofnunin hefur gefið út. Má þar nefna bækurnar Gleraugun hans Góa, Heimur í hendi – Sitthvað á sveimi, Lyginni líkast og Galdraskólinn.          Ljósmyndari Haraldur Jónsson/Hari

Nýjasta bók hennar Arfurinn er samin með það í huga að nota í kennslu sem byggir á upplestri kennara og samspili kennara og nemenda á meðan lestri sögunnar stendur. Með bókinni fylgir leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir.

 

skrifað 25. JAN. 2023.