Gefin hefur verið út ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2015-2016. Þar kemur fram að samþykktar umsóknir voru 210.
Í skýrslunni koma fram fjölmargar upplýsingar en einna helst vekur athygli að frá fyrra skólaári 2014-2015 er um 28% fjölgun samþykktra umsókna að ræða. Þó ef miðað er við samþykktar umsóknir á árum áður t.d. fyrir skólaárið 2003-2004 þá er um að ræða 68,5% fækkun umsókna.
Á skólaárinu 2009-2010 varð mikil fækkun umsókna frá skólaárinu á undan eða 50,1% fækkun. Frá skólaárinu 2012-2013 hefur umsóknum til nefndarinnar farið fjölgandi.
Nánari upplýsingar um störf nefndarinnar má sjá hér.