1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Undanþágunefnd grunnskóla

Undanþágunefnd grunnskóla

Undanþágunefnd grunnskóla metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla sbr. 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar grunnskóla nr. 440/2010
Formaður og starfsmaður nefndarinnar er Svanhildur Steinarsdóttir, sími: 5147500, netfang: [email protected]

Rafræn afgreiðsla umsókna til undanþágunefndar grunnskóla í gegnum Island.is tók gildi 20. mars 2019. Eftir þann tíma verða einungis þær umsóknir teknar til afgreiðslu sem sendar eru rafrænt.

Hér eru leiðbeiningar um umboð og umsókn. Sótt er um hér.

Með umsókn skulu fylgja eftirtalin gögn:

  • Ljósrit af auglýsingu.
  • Gögn um menntun, kennsluferil og starfsreynslu þess sem óskað er að ráða ásamt umsögnum um starfshæfni.
  • Rökstuðningur skólastjóra og skólanefndar ef umsækjandi án réttinda er tekinn fram yfir umsækjanda með leyfisbréf á grunnskólastigi. 
  • Ef óskað er eftir endurráðningu starfsmann sem er í kennsluréttindanámi skal fylgja staðfesting á kennsluréttindanámi og áætlun um námsframvindu.

Auglýsingar 
Öll störf þarf að auglýsa a.m.k. tvisvar í dagblaði á landsvísu eða á sérstöku vefsvæði um laus störf hjá hlutaðeigandi sveitarfélagi. Vefauglýsing telst endurtekin sé umsóknarfrestur framlengdur um a.m.k. 14 daga. Ekki þarf að auglýsa nema einu sinni þegar um er að ræða undanþágubeiðni til að endurráða einstakling sem er í námi til kennsluréttinda. Slíkri umsókn skal fylgja staðfesting á að viðkomandi sé í námi og áætlun um námsframvindu.

Í undanþágunefnd grunnskóla eiga sæti Svanhildur Steinarsdóttir frá Menntamálastofnun, formaður, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands, Ingvar Sigurgeirsson, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins og Bjarni Ómar Haraldsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.