1. Forsíða
  2. Bókin um Tíslu

Bókin um Tíslu

Nú eru fjölmargir nemendur að hefja sína grunnskólagöngu og þar með að fóta sig í nýjum aðstæðum. Að því tilefni er athygli vakin á bókinni Tíslu en hún fjallar einmitt um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt.

Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.

Samhliða bókinni var unninn vefur þar sem nemendur geta hlustað á Tíslu-vísuna ýmist sungna eða með undirspili og laglínu. Kennarar geta prentað út nóturnar og myndir með eða án texta. Einnig má prenta út útlínumynd af Tíslu og teikna inn á hana svipbrigði. 

skrifað 26. áGú. 2019.