1. Forsíða
  2. Bráðabirgðatölur undanþágunefndar 2017 - 2018

Bráðabirgðatölur undanþágunefndar 2017 - 2018

Bráðabirgðatölur undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018.

Undanþágunefnd grunnskóla hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir skólaárið 2017-2018. Á  skólaárinu 2017-2018 voru teknar til afgreiðslu 434 umsóknir um heimild skólastjóra til að lausráða starfsmann sem ekki hefur leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Af þeim voru 383 umsóknir samþykktar en synjanir voru 51. Þegar skólaárið 2017-2018 er borið saman við skólaárið 2016-2017 er um 40,8% fjölgun á samþykktum umsóknum milli ára að ræða (sjá töflu 1).

Tafla 1. Fjöldi umsókna eftir skólaárum, samþykktar umsóknir og synjanir og hlutfallsleg breyting milli ára:

 

Af 383 samþykktum umsóknum voru umsóknir vegna kvenna 287 eða 75% og vegna karla 96 umsóknir eða 25,1%. Langflestar samþykktar umsóknir eru vegna einstaklinga í menntunarflokki 10 eða 78,9% af samþykktum umsóknum. Í 10. flokk skrást þeir sem eru með háskólagráðu í grunnskólakennarafræðum og öðrum greinum sem tengjast kennslugreinum grunnskóla. Að mati nefndarinnar er ánægjulegt að sjá að þó að umsóknum fari fjölgandi þá er menntunarstig þeirra sem nefndin samþykkir undanþágu fyrir hátt. Hlutfall þeirra sem fá undanþágu án þess að vera með kennslureynslu hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er nú ríflega helmingur samþykktra umsókna 204 eða 53.3%. Flestir hafa fengið undanþágu til almennrar kennslu 185 einstaklingar eða 48,3%. Meirihluti umsókna er vegna einstaklinga á aldursbilinu 31-40 ára, 151 eða 39,4%. Í  töflu 2 má sjá skiptingu umsókna eftir landshlutum.

Tafla 2. Fjöldi samþykktra umsókna eftir landshlutum árin 2006-2018.

Ársskýrsla nefndarinnar fyrir skólaárið 2017-2018 með heildarupplýsingum mun verða gefin út á síðari hluta árs. Nánari upplýsingar um störf nefndarinnar má sjá á hér. 

skrifað 04. MAí. 2018.