Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert.
Á þessum degi er tilvalið að veita náttúrunni og náttúruvernd sérstaka athygli og bendum við því á námsefnið Náttúran til framtíðar sem er hugsað fyrir unglingastig. Þar er fjallað um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Hreint haf – Plast á norðurslóðum er námsefni ætlað nemendum á yngsta stigi og miðstigi en þar er hafið skoðað á heildstæðan hátt.
Í bókinni Humlur eru svo fróðleikstextar um humlur og býflugur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni.