1. Forsíða
  2. Dagur íslenskrar náttúru | 16. september

Dagur íslenskrar náttúru | 16. september

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert.

Þá er tilvalið að veita náttúrunni sérstaka athygli og njóta þeirrar fegurðar og kyrrðar sem íslensk náttúra hefur að upp á að bjóða. Af því tilefni getur verið gaman að gefa nemendum færi á að vinna verkefni í tengslum við íslenska náttúru.

Mörg verkefni má finna í verkfærakistu Menntamálastofnunar sem eru einföld í notkun og geta tekið styttri eða lengri tíma. Þar má sérstaklega nefna verkefnabankann Lesið í skóginn sem er samstarfsverkefni með Skógræktinni fyrir öll aldursstig, Hreint haf fyrir mið- og unglingastig sem unnið var í samvinnu með Landvernd, Saman gegn matarsóun fyrir mið- unglingastig sem einnig var unnið í samvinnu með Landvernd og Lifandi náttúra fyrir yngsta stig.

skrifað 15. SEP. 2021.