1. Forsíða
  2. Draugaljósið | Ný verkefni

Draugaljósið | Ný verkefni

Dularfullt ljós birtist í hálfbyggðu húsi í nágrenni Hallfríðar. Hún fær besta vin sinn til að koma með sér og rannsaka málið. Hvað leynist í dimmum kjallaranum? 

Bókin Draugaljósið er hluti af léttlestrarflokknum Auðlesnar sögur fyrir unglingastig.  Höfundur er Hildur Knútsdóttir og myndskreytingar eru eftir Árna Jón Gunnarsson.

Verkefni með bókinni hafa nú bæst við verkefnapakka sem fylgir léttlestrarflokknum og eru kennarar hvattir til að skoða verkefnin sem eru á rafrænu formi til útprentunar.

Aðrar bækur í léttlestrarflokknum eru NáttfiðrildiGleraugun hans Góa, Lyginni líkast, Strákaklefinn, Fimbulvetur, Leynifundur í Lissabon, Hauslausi húsvörðurinn, Það kom að norðan og Á rás.

          

skrifað 19. DES. 2022.