1. Forsíða
  2. Ferill skóla vegna ytra mats og umbótaáætlunar

Ferill skóla vegna ytra mats og umbótaáætlunar

Ferill ytra mats er nú aðgengilegur á myndrænan hátt á vef Menntamálastofnunar.

Ferillinn sýnir aðgerðir sem felast í 19 skrefum allt frá því að sveitarfélag og skóli fá boðunarbréf um ytra mat  frá Menntamálstofnun og þar til að skólinn hefur staðfest við Menntamálastofnun að umbótum sé lokið.  Ferillinn skilgreinir hvað skólinn og sveitarfélagið þarf að leggja að mörkum í tengslum við ytra matið og umbótavinnu sem tekur við að mati loknu.  

Ferillinn er hugsaður sem upplýsingagjöf til skóla og sveitarfélaga til að geta skipulagt vinnuna í kringum mat og umbótaáætlun um leið og þeir fá boðunarbréf um að skólinn sé að fara í ytra mat.  Einnig ætti ferillinn að nýtast þeim skólum sem eru nú þegar í matsferli.

 

skrifað 11. JúN. 2020.