1. Forsíða
  2. Flutningur lagers og hlé á afgreiðslu pantana

Flutningur lagers og hlé á afgreiðslu pantana

Menntamálastofnun hefur samið við A4 um lagerhald og dreifingu námsgagna og verður hlé gert á afgreiðslu pantana á meðan flutningar standa yfir. Tekið verður við pöntunum til 15. maí en þær pantanir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en í sumarlok.

Allt efni Menntamálastofnunar verður flutt í vöruhús A4 og munu þeir afgreiða þær pantanir sem koma inn eftir 15. maí. Þeir munu koma pöntunum til skólanna áður en skólastarf hefst eftir sumarleyfi.

Kynningarfundir eru haldnir þessa dagana og má sjá dagskrá þeirra hér.

Pöntunarlistar eru í vinnslu og verður þeim dreift næstu daga en auk þess verða þeir aðgengilegir á heimasíðu okkar.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hringja í Menntamálastofnun í síma 514 7500, milli 8:30 og 15:30 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

skrifað 08. MAí. 2017.