1. Forsíða
  2. Fuglavefurinn - gagngerar breytingar á útliti og virkni

Fuglavefurinn - gagngerar breytingar á útliti og virkni

Fuglavefurinn, sem gefinn var út af Námsgagnastofnun árið 2007, hefur verið endurskoðaður og kemur nú út í nýrri, spjaldtölvu- og farsímavænni útgáfu.

Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á útliti hans og virkni, svo hann henti meðal annars betur til notkunar á snjalltækjum úti í náttúrunni. Höfundur efnis og flestra ljósmynda er Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og er efnið að mestu byggt á Fuglavísi hans. Forritun annaðist Hildigunnur Halldórsdóttir tölvunarfræðingur.

Alls eru upplýsingar um 83 tegundir íslenskra varpfugla og fargesta á vefnum og er hverri tegund lýst með fjölda ljósmynda, ásamt texta um útlit hennar og einkenni, kjörlendi, fæðu, fæðuhætti, fræðiheiti, stofnstærð, varp, varpstöðvar, útbreiðslu og ferðir. Kort yfir varp- og vetrarstöðvar fylgja hverri tegund og eru þau byggð á gögnum frá Náttúrufræðstofnun Íslands.

skrifað 03. MAí. 2017.