1. Forsíða
  2. Grænu skrefin | Nýtt námsefni

Grænu skrefin | Nýtt námsefni

Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt. Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. 

Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður. Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum Jarðarinnar, taki eitt skref í einu. Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest. 

Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar þar sem settar eru fram hugmyndir um hvernig hægt er að útvíkka efnisþættina í bókinni og kveikja áhuga nemenda á efninu. Mikið er lagt upp úr vinnu með orðaforða í umhverfismennt. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, s.s. samræður, hópavinnu, sköpun o.fl.

skrifað 01. SEP. 2020.