Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt. Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður. Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum Jarðarinnar, taki eitt skref í einu. Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest.