Menntamálastofnun hefur lokið greiningu á heildarniðurstöðum samræmdra könnunarprófa í 9. og 10. bekk grunnskóla sem haldin voru dagana 7.-10. mars 2017. Prófin voru haldin í íslensku, ensku og stærðfræði og að jafnaði þreyttu um 7500 nemendur hvert próf.
Hér eru birtar töflur með niðurstöðum eftir kjördæmum. Annars vegar eru birtar einkunnir sem eru normaldreifðar á kvarðanum 0-60, meðaltal 30, staðalfrávik 10. Hins vegar eru birtar hæfnieinkunnir á bókstafakvarða A-D.
Nánari upplýsingar um einkunnir eftir sveitarfélögum og skólum má finna í skýrslugrunni Menntamálastofnunar.