1. Forsíða
  2. Hreint haf | Nýtt námsefni

Hreint haf | Nýtt námsefni

Námsefnið Hreint haf er ætlað nemendum á miðstigi og unglingastigi og fjallar um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið.

Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni. Þemaverkefnið Hafðu áhrif! er valdeflandi og veitir nemendum verkfæri til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar á tímum loftslagskvíða. Námsefnið tengist vel hæfniviðmiðum náttúrugreina og samfélagsgreina og grunnþáttum menntunar. Þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð. Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Námsefnið samanstendur af:

Rafbók 

Kennsluleiðbeiningum 

Verkefnabanka 

Hljóðefni 

Námsefnið var fyrst gefið út árið 2019 af Landvernd undir merkjum Skóla á grænni grein.

 

skrifað 27. APR. 2020.