1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Hreint haf (hljóðbók)

Hreint haf (hljóðbók)

Hala niður
 • Höfundur
 • Margrét Hugadóttir
 • Upplestur
 • Margrét Hugadóttir
 • Vörunúmer
 • 2858
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2020
 • Lengd
 • 00:23:07

Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi (ocean literacy) og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið.

Bókin samanstendur af fjórum köflum sem fjalla um mikilvægi hafsins í vistkerfinu, þær hættur sem steðja að því og hvernig einstaklingar, nemendur jafnt sem fullorðnir, geta gripið til aðgerða og haft áhrif.

Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni. Þemaverkefnið Hafðu áhrif! er valdeflandi og veitir nemendum verkfæri til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar á tímum loftslagskvíða. Námsefnið er ætlað nemendum á aldrinum 10 – 18 ára og tengist vel grunnþáttum menntunar, þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð. Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Auk rafbókar fylgir efninu verkefnabanki, kennsluleiðbeiningar og hljóðbók.

Námsefnið var fyrst gefið út árið 2019 af Landvernd undir merkjum Skóla á greinni grein. Útgáfan var styrkt af þróunarsjóði námsgagna.Tengdar vörur