1. Forsíða
  2. Hreint haf - Plast á norðurslóðum | Nýtt námsefni

Hreint haf - Plast á norðurslóðum | Nýtt námsefni

 

Námsefnið Hreint haf – Plast á norðurslóðum er nú aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar en þar er fjallað um haflæsi (ocean literacy) og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið.

Í kennsluleiðbeiningum með efninu má finna tengingu verkefna og námsefnis við hæfni: hæfniviðmið, heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, lykilhæfni og Barnasáttmála. Þá hefur einnig verið opnaður verkefnavefur.

Bókin er gefin út sem rafbók samanstendur af þremur köflum sem fjalla um mikilvægi hafsins í vistkerfinu, þær hættur sem steðja að því og hvernig einstaklingar, nemendur jafnt sem fullorðnir, geta gripið til aðgerða og haft áhrif.

 

skrifað 02. DES. 2021.