1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hreint haf - Plast á norðurslóðum - Kennsluleiðbeiningar

Hreint haf - Plast á norðurslóðum - Kennsluleiðbeiningar

Opna vöru
  • Höfundur
  • Margrét Hugadóttir
  • Myndefni
  • Aron Freyr Heimisson
  • Vörunúmer
  • 2861
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2021

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs.

Á jörðinni er aðeins eitt haf
Sérð þú hvar eitt haf endar og hvar annað haf byrjar? Hafið þekur um 71% yfirborðs jarðarinnar. Meirihluti lífvera (dýr, plöntur og fleira) býr í hafinu.

Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu
Plöntusvifið í hafinu andar að sér koltvíoxíði og andar frá sér súrefni. Helmingur súrefnis í andrúmsloftinu kemur frá þessum agnarsmáu lífverum.

Plastfisk á diskinn þinn?
Plast er sniðug uppfinning og hefur hjálpað mannfólkinu mikið. Vandamálið við plastið er hvernig við notum það og hversu mikið. Einnota plast er oft ónauðsynlegt og notað aðeins í skamman tíma.

Hvernig getum við hjálpað hafinu?
Við getum gætt að hafinu með því að kaupa ekki óþarfa og passa það sem fer í niðurfallið.

Það er hægt að hjálpa hafinu á klósettinu!
Blautþurrkur, eyrnapinnar og drasl á ekki að fara í klósettið. Klósettpappír og líkamsvessar eins og piss, kúkur, blóð og gubb má fara í klósettið.

Hvernig vilt þú hjálpa hafinu?
Fyrsta skrefið er að læra um hafið og hve mikilvægt það er. Svo er sniðugt að láta aðra vita og segja fullorðna fólkinu frá því svo að það hjálpi við að vernda hafið.

Í þessum kennsluleiðbeiningum má finna tengingu verkefna og námsefnis við hæfni: hæfniviðmið, heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, lykilhæfni og Barnasáttmála. Þá má einnig finna upplýsingar og tillögur um frekari notkun á efninu.


Tengdar vörur