1. Forsíða
  2. Kortabók fyrir grunnskóla er að verða búin á lager

Kortabók fyrir grunnskóla er að verða búin á lager

Kortabók fyrir grunnskóla frá 2012 er að verða búin á lager og verður ekki endurprentuð. Örfá eintök eru eftir fyrir þá sem vilja tryggja sér eintak. Útgáfan 2012 var fimmta útgáfa bókarinnar og var hún unnin í samstarfi við bókaútgáfuna Liber í Svíþjóð. Liber hefur nú ákveðið að hætta útgáfu kortabóka og Menntamálastofnun hefur ákveðið að gera slíkt hið sama.

Kort eru orðin aðgengileg á vef og þar er auðvelt að nálgast fjölbreytt kort. Má til dæmis nefna Google Earth og Google maps.

Ýmislegt námsefni er í boði  hjá Menntamálastofnun sem snýr að vinnu við kort og kortalæsi. Hér er vakin athygli á eftirfarandi námsefni er tengist þessu tvennu:

Námsefni fyrir yngsta stig

Námsefni fyrir mið- og unglingastig

skrifað 05. MAR. 2020.