Móttökur á nýju mælaborði í Skólagáttinni hafa verið jákvæðar og fjarfundirnir í síðustu viku voru vel sóttir. Almenn ánægja var meðal fundarmanna með nýju birtingarmyndirnar.
Vakin er athygli á skýrslu sem tekin var saman í kjölfar septemberfyrirlagnar. Þar má sjá meðaltal lesinna orða í hverjum árgangi á landsvísu og mun samskonar skýrsla koma út eftir janúarfyrirlögnina.
Nú líður að næstu fyrirlögn lesfimiprófa en næsta tímabil er 1.-31. janúar 2018.
Kennarar og skólastjórnendur eru hvattir til að kynna sér nýjar og fjölbreyttar birtingarmyndir niðurstaðna í Skólagátt áður en næsta fyrirlögn hefst. Nú geta allir séð sínar niðurstöður og jafnframt meðaltöl allra árganga á landinu.
Leiðbeiningar vegna birtingarmyndar í Skólagátt.