1. Forsíða
  2. Leikgleði - 50 leikir

Leikgleði - 50 leikir

Nú þegar skóla er senn að ljúka, hvetjum við alla til að fara út í leiki þegar tími gefst til og nýta góða veðrið. Í leikjabókinni Leikgleði – 50 leikir eru margskonar leikir sem auðvelt er að koma sér inn í og eru skemmtilegir.

Til dæmis er hægt að fara í:

Náttúrubingó, sjá hér.

Þá eru prentuð út bingóspjöld og hver hópur fær eitt spjald með ákveðnum fyrirmælum. Til dæmis á að finna eitthvað sem er mjúkt, annað sem er hart, eitthvað sem má borða o.s.frv.

Brotinn gluggi, sjá hér.

Börnin standa í hring með bil á milli fóta en passa að fætur snerti þá sem eru báðum megin við þau. Markmiðið er að „brjóta gluggann“, með því að kasta boltanum á milli fóta einhvers með höndunum og út úr hringnum. Ef gluggi brotnar þá sest barnið niður en heldur áfram að taka þátt nái það boltanum.

 

Markmiðið með öllum leikjunum í bókinni er að efla skynþroska barna, auka samvinnu þeirra og félagsfærni og helst úti í náttúrunni. 

skrifað 23. MAí. 2019.