1. Forsíða
  2. Ljóðaflóð – Ljóðasamkeppni grunnskólanema

Ljóðaflóð – Ljóðasamkeppni grunnskólanema

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember næstkomandi efnir Menntamálastofnun til ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð, í samvinnu við KrakkaRÚV. Við hvetjum nemendur til að virkja sköpunarkraftinn og senda inn ljóð á fjölbreyttu formi. Það geta verið bundin ljóð og óbundin, ferskeytlur, limrur, hækur, tönkur, myndljóð o.fl., sannkallað ljóðaflóð!

Dómnefnd velur bestu ljóðin á yngsta stigi, mið- og unglingastigi og fá vinningshafar afhent bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Úrslit keppninnar verða tilkynnt í  janúar 2024, bæði á vefmiðlum Menntamálastofnunar og á KrakkaRÚV þar sem vinningsljóðin verða flutt.

Hér má sjá vinningshafa í fyrra flytja ljóðin sín á KrakkaRúv:

Húllumhæ – viðtal við verðlaunahafa á unglingastigi
Húllumhæ – viðtal við verðlaunahafa á miðstigi
Húllumhæ – viðtal við verðlaunahafa á yngsta stigi

Við hvetjum kennara til að undirbúa nemendur til þátttöku; lesa ljóð og ræða upplifun, innihald og mismunandi ljóðform. Á Ritunarvefnum  er margs konar fróðleikur um ljóð  ásamt skemmtilegum fræðslu- og hvatningarmyndböndum  um skapandi skrif. Á safnvefnum Dagur íslenskrar tungu má nálgast stuttar og hnitmiðaðar bragfræðileiðbeiningar til kennara og einnig bendum við á bækurnar Bragfræði og Limrur fyrir unglingastig grunnskóla.

Nemendur geta annaðhvort samið sitt eigið ljóð eða haft samvinnu við aðra. Þá væri t.d. upplagt að bekkurinn skoðaði í sameiningu þau ljóð sem senda á í keppnina en vanda þarf til verka hvað varðar innihald, frágang og uppsetningu. Umfjöllunarefni ljóðanna er frjálst, þau geta verið um allt það sem brennur á þátttakendum.

Skilafrestur er til og með 15. desember 2023.

Mikilvægt er að merkja hvert ljóð með nafni höfundar, bekk og skóla.
Senda má ljóðin í keppnina rafrænt á netfangið [email protected] eða með bréfpósti:

Menntamálastofnun
Ljóðaflóð
B.t. Elínar Lilju Jónasdóttur
Víkurhvarfi 3
203 Kópavogi

 

 

 

 

skrifað 07. NóV. 2023.