1. Forsíða
  2. Lýðræðismenntun í evrópsku skólastarfi

Lýðræðismenntun í evrópsku skólastarfi

Út er komin ný samanburðarskýrsla á vegum Eurydice um lýðræðismenntun í evrópsku skólastarfi.

Greiningin bendir til að flest ríkin hugi ágætlega að lýðræðis- og mannréttindamenntun í námsskrám sínum og að þau hafi svipaðar áherslur hvað varðar grundvallarfærni á þessu sviði í skyldunámi. Á hinn bóginn er þessu efni ekki nógu vel sinnt þegar kemur að verkmenntun þó svo að margir verkmenntaskólar séu að sinna kennslu nemenda sem enn eru á skólaskyldualdri.  

Skýrslan nær til 28 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein, Svartfjallalands, Noregs, Serbíu, Fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu, Bosníu og Tyrklands. Upplýsingaöflunin var samstarfsverkefni Eurydice og OECD og miðast við skólaárið 2016/2017.  

Ísland, sem og flestar þjóðir Evrópu, er aðili að samningi sem skuldbindur þjóðir til samvinnu við að auka hæfni skólastarfs á sérstökum sviðum. Þá var settur sérstakur hæfnirammi um lýðræðismenntun (Competences for Democratic Culture) sem flestar samstarfsþjóðirnar eru að innleiða í námsskrár sínar. Skýrslan mælir hvernig þjóðunum hefur gengið að auka hæfni skólakerfisins til að takast á við það að geta lifað saman sem jafningjar í menningarlega fjölbreyttum lýðræðisríkjum. 

skrifað 06. FEB. 2018.