1. Forsíða
  2. Námsvefurinn Skólablaðið orðinn spjaldtölvuvænn

Námsvefurinn Skólablaðið orðinn spjaldtölvuvænn

Skólablaðið er gagnvirkur vefur ætlaður nemendum með annað móðurmál en íslensku, einkum á mið- og unglingastigi grunnskólans. Vefurinn nýtist þó út fyrir þann hóp, t.d. nemendum í framhaldsskóla og jafnvel fullorðinsfræðslu. 

Samkvæmt drögum að Aðalnámskrá grunnskóla 2012 miðast verkefnin við þá nemendur sem eru lengra komnir í íslensku en algjörir byrjendur.

Vefnum er fyrst og fremst ætlað að æfa nemendur í daglegu máli. Megináherslan er á hlustun og skilning en einnig málnotkun og málfræði. Möguleikar vefjarins gefa tilefni til fjölbreyttra vinnubragða og hann má nota bæði í samkennslu, með skjávarpa eða rafrænni töflu, og við sjálfstæða vinnu nemenda. 

 

skrifað 23. SEP. 2016.