1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Skólablaðið - Vefur

Skólablaðið - Vefur

Opna vöru
 • Höfundur
 • Arnbjörg Eiðsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
 • Upplestur
 • Bjarni Snæbjörnsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir, Ingi Þór Þórhallsson, Janus Gertin Grétarsson og Þorbjörg Erna Mímisdóttir.
 • Vörunúmer
 • 9973-(2)
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2013

Skólablaðið er gagnvirkur vefur ætlaður nemendum með annað móðurmál en íslensku, einkum á mið- og unglingastigi grunnskólans. Vefurinn nýtist þó út fyrir þann hóp, t.d. nemendum í framhaldsskóla og jafnvel fullorðinsfræðslu. Samkvæmt drögum að Aðalnámskrá grunnskóla 2012 miðast verkefnin við þá nemendur sem eru lengra komnir í íslensku en algjörir byrjendur. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að æfa nemendur í daglegu máli. Megináherslan er á hlustun og skilning en einnig málnotkun og málfræði. Möguleikar vefjarins gefa tilefni til fjölbreyttra vinnubragða og hann má nota bæði í samkennslu, með skjávarpa eða rafrænni töflu, og við sjálfstæða vinnu nemenda. Miðað er við að nemendur: auki málfærni sína í íslensku efli tilfinningu fyrir beygingum málsins. bæti orðaforða sem kemur þeim að gagni í daglegum samræðum. eigi auðveldara með að bjarga sér úti í samfélaginu. átti sig á ýmsum óskráðum reglum. Vefurinn skiptist í þrjá hluta: Ritnefndin Ritnefndin í bænum Greinaskrif Hver hluti skiptist í fimm undirkafla og með hverjum þeirra eru fjögur verkefni sem velja má á milli; alls eru þetta 60 verkefni. Flest verkefnin tengjast sögusviðinu og er gert ráð fyrir að nemandinn byrji á að lesa samfelldan texta áður en hafist er handa við verkefnin. Hægt er að hlusta á upplestur textans.


Tengdar vörur