1. Forsíða
  2. Náttúra til framtíðar | Nýtt námsefni

Náttúra til framtíðar | Nýtt námsefni

Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, eða endurheimt vistkerfa, er ein slík lausn en það er ferli sem hjálpar náttúrunni að lækna sig sjálfa.

Bókin samanstendur af fjórum köflum. Fyrsti kafli er almenn fræðsla um náttúruna og meðal annars fjallað um umhverfi, vistkerfi, loftslagsmál, gróðureyðingu og vistheimt. Næstu þrír kaflar innihalda verkefni fyrir nemendur sem hægt er að vinna í lengri og styttri tíma, allt frá einni kennslustund í alla skólagönguna. Verkefnin reyna á ólíka styrkleika og áhugasvið og ættu að henta flestum nemendum. 

skrifað 08. APR. 2022.