1. Forsíða
  2. Niðurstöður PISA 2018 kynntar

Niðurstöður PISA 2018 kynntar

Menntamálastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands boða til opins kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunarinnar sem gerð var árið 2018.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 3. desember 2019 í húsakynnum Háskóla Íslands við Stakkahlíð (fundarsalnum Bratta) og hefst kl. 14:30. Skýrsla um niðurstöðurnar verður birt á vef Menntamálastofnunar að morgni sama dags.

Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum. Þá mun mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa fundinn.

Fundinum verður streymt en hægt er að fylgjast með honum hér

Dagskrá kynningarfundar 

Nánari upplýsingar um PISA

skrifað 02. DES. 2019.