1. Forsíða
  2. Niðurstöður samræmdra prófa og skólaprófa nýttar við skipulag náms og kennslu

Niðurstöður samræmdra prófa og skólaprófa nýttar við skipulag náms og kennslu

Ísland er meðal þeirra Norðurlanda sem nýta samræmd próf einna mest til að fylgjast með stöðu og þróun skóla. Þetta má sjá þegar skoðuð eru svör skólastjóra við spurningum sem lagðar voru fyrir þá samhliða fyrirlögn PISA-könnunarinnar árið 2015.

Samkvæmt skólastjórunum nýta skólar niðurstöður úr bæði samræmdum prófum og skólaprófum við skipulag náms og kennslu. Þá nýta þeir niðurstöður mikils meirihluta nemenda til að upplýsa foreldra um námsframvindu barna þeirra.

Skólar á Norðurlöndum nota niðurstöður beggja próftegunda almennt mikið og er nýting nokkuð algengari en í löndum OECD miðað við meðaltal. Mest ber á milli í nýtingu skólaprófa til að færa nemendur upp eða niður um bekk. Finnland sker sig úr í samanburði við hin Norðurlöndin en algengt er að þeir nýti skólapróf í þessum tilgangi.

Nánar um hvernig grunnskólar nýta niðurstöður úr prófum nemenda má sjá í samantekt Menntamálastofnunar.

 

skrifað 01. MAR. 2019.