1. Forsíða
  2. Northern Lights on PISA and TALIS

Northern Lights on PISA and TALIS

Ragnar F. Ólafsson kynnir greiningu á stjórnunarstíl skólastjóra á Norðurlöndum og sambandinu við kennsluhætti kennaranna sem hjá þeim starfa.
Ragnar F. Ólafsson kynnir greiningu á stjórnunarstíl skólastjóra á Norðurlöndum og sambandinu við kennsluhætti kennaranna sem hjá þeim starfa.

Norrænir fræðimenn hafa rannsakað hvað er líkt og hvað skilur að menntakerfi norðurlandanna í niðurstöðum alþjóðlegu rannsóknanna PISA 2012 og TALIS 2013.

Rit með rannsóknunum var útgefið 03.05.2016 í tengslum við ráðstefnuna Northern Lights on PISA and TALIS sem var haldin í Kaupmannahöfn 2.-3 maí 2016. 

  • Hvað er líkt og hver er munurinn á norrænum menntakerfum?
  • Hvernig getum við lært hvert af öðru og notað niðurstöður alþjóðlegra rannsókna til að þróa frekar menntastefnu hvers lands?

Northern Lights on PISA and TALIS inniheldur sex kafla sem allir eru skrifaðir af rannsakendum frá Norðurlöndum. Í köflunum líta höfundar nánar á PISA og TALIS í norrænu samhengi.

 

Yfirlit yfir kaflana:

  • Guri A. Nortvedt, Andreas Pettersen, Astrid Pettersson and Samuel Sollerman:  Is PISA 2012 relevant to mathematics education in Norway and Sweden?
  • Ragnar F. Ólafsson:   Principal Leadership Styles in Nordic Countries and Their Relationship with Teacher Performance and Attitudes
  • Matti Taajamo: Teachers’ professional development in Nordic countries
  • Joakim CaspersenCan collegial work and school leader feedback improve teachers’ self-efficacy in Nordic classrooms?
  • Peter Nyström: Characteristics of high-performing students in mathematics
  • Johan Braeken: International large-scale educational assessments: Elephants at the gate? 

Útgáfan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Umsjón og ritstjórn er í höndum samstarfshóps Norrænu matsnefndarinnar (nordisk evalueringsgruppe), sem er skipuð fulltrúum frá Skolverket í Svíþjóð, Nationella centret för utbildningsutvärdering í Finnlandi, EVA og Undervisningsministeriet í Danmörku, Utdanningsdirektoratet í Noregi og Menntamálastofnun á Íslandi.

Lesið ritið hér:

                Northern Lights on PISA and TALIS

skrifað 24. MAí. 2016.