Út er komin Eurydice samanburðarskýrsla um skólagjöld á háskólastigi og námslánakerfi í Evrópu fyrir skólaárið 2018/19: National Student Fee and Support Systems in European Higher Education – 2018/19.
Í skýrslunni er skoðað hvort opinberir háskólar í Evrópu innheimti skólagjöld og þá hve há þau eru. Eins er aðgengi stúdenta að opinberum námslánum eða námsstyrkjum skoðaður og hvort slíkur stuðningur er almennur eða einskorðist við efnaminni nemendur. Í ljós kemur að í um fjórðungi ríkjanna er opinberum skólum heimilt að krefja nemendur í grunnnámi um skólagjöld sem nemur um 1000 evrum eða tæpum 200.000 krónum á ári. Eins kemur fram í skýrslunni að skráningargjöld eru innheimt í flestum ríkjanna. Í mörgum ríkjum Evrópu greiðir ríkið fyrir þá nemendur sem skilað hafa góðum námsárangri. Þannig hefur eitt ríki þann háttinn á að fyrsta árið er endurgjaldslaust en nemendur þurfa að sýna ákveðinn námsárangur til að þess að þurfa ekki að greiða fyrir næstu misseri. Námstungumál er svo áhrifaþáttur þess hvort skólagjald eru innheimt eða ekki. Á Íslandi er opinberum háskólum óheimilt að innheimta skólagjöld af nemendum, en skráningargjöld eru heimil.
Í skýrslunni er skólagjöldunum skipt í tvo flokka: annars vegar skrásetningargjöld og hins vegar það sem nefna má með réttu skólagjöld. Misjafnt er milli landa undir hvaða kostnaði skrásetningargjöldum er ætlað að standa og mjög misjafnt um hvaða upphæðir er að ræða.
Á vegum Eurydice hefur þetta rannsóknarefni verið skoðað um langt skeið. Fyrsta áratuginn var þetta skoðað sem undirþema í öðrum skýrslum en allar götur frá árinu 2011 hefur þetta verið skoðað sérstaklega eftir að skýrsla um fjármögnun háskóla og aðgengi að háskólanámi óháð fjárhag, kom út: 'Modernisation of Higher Education in Europe: Funding and the Social Dimension'. Hlaut sú skýrsla mikla athygli. Eftir það var ákveðið að taka skólagjöld og námslán á háskólastigi fyrir árlega á vegum Eurydice samstarfsins og er þetta nú í sjöunda sinn sem Eurydice gefur út samanburðarskýrslu um skólagjöld og námslánakerfi þátttökuríkjanna.
Skýrsluna í heild má nálgast hér