1. Forsíða
  2. Nýtt efni í dönsku

Nýtt efni í dönsku

Vakin er athygli á nýju efni í dönsku

Tak – verkefnabók B

Í verkefnabók B eru fjölbreyttir textar sem líklegt er að höfði til áhugasviðs nemenda. Verkefnin eru sett þannig upp að sum þeirra er gagnlegt að vinna áður en texti er lesinn, önnur á meðan lesið er og svo eru þau sem  nemendur leysa eftir að hafa unnið með textann. Námsefnið Tak er fyrir unglingastig grunnskóla. 

Tak - skapandi verkefni B

Með hverju þema nemendabókar fylgja skapandi verkefni til útprentunar. Þau eru merkt með tákni og nefnast Fyr løs, sem hægt er að þýða sem „láttu vaða“ og vísar í ósk höfunda um að nemendur þori að æfa sig í dönsku á skapandi og fjölbreyttan hátt. Í verkefnunum er megináhersla á munnlega færni.

Tak - hlustunaræfingar

Um er að ræða hlustunaræfingar með verkefnabók B. Þar má finna frásagnir, lýsingar á myndum og samtöl. Verkefnin með hlustunaræfingum eru misjöfn að þyngd og lengd en tengjast orðaforða sem fram kemur í þemunum hverju sinni.

Tak - kennsluleiðbeiningar A og B

Í kennsluleiðbeiningunum er fjallað almennt um námsefnið og um þær blaðsíður sem höfundar telja mikilvægt að útskýra nánar.

Við minnum á námsefnissýninu og örkynningar Menntamálastofnunar sem kallast Náms-örk og fer fram í Smáraskóla, 14. nóvember kl. 14:30 - 16:30.

Hér má sjá yfirlit yfir nýútkomið námsefni. 

 

 

 

skrifað 09. NóV. 2018.