1. Forsíða
  2. Nýtt efni í íslensku á yngsta stigi

Nýtt efni í íslensku á yngsta stigi

Hrafninn tilheyrir lestrarbókaflokknum Milli himins og jarðar þar sem markmiðið er að vekja forvitni nemenda og virkja áhuga þeirra til lestrar. Textinn miðast við börn á yngsta stigi sem hafa náð undirstöðuatriðum  lestrar en eldri nemendur gætu einnig haft ánægju af bókinni. Meðal annars má fræðast um líf hrafna á Íslandi, hvernig þeir búa sér til hreiður og verjast óvinum. Neðst á hverri blaðsíðu eru spurningar úr efninu þar sem reynir á ályktun, staðreyndir og orðskilning. Auk þess er á hverri opnu spurning sem er til þess gerð að vekja forvitni lesandans og leiða hann í gegnum bókina en til að finna svarið er flett á næstu opnu. Aftast eru verkefni sem tengjast efni bókarinnar og orðanotkun.

 Í Dýrabæ eru bókstafirnir d og au sérstaklega æfðir en bókin er nr. 13a í röð 42 léttlestrarbóka. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á  hljóðaaðferð. Það samanstendur af léttlestrarbókum, örbókum, vinnubókum, lestrarspili, kennsluleiðbeiningum og verkefnum á  vef. Textinn er að mestu án samhljóðasambanda með greinilegu letri og góðu línubili. 

Í bókinni Kisan mín eru bókstafirnir d og au sérstaklega æfðir en bókin er nr. 13b í röð 42 léttlestrarbóka. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og  byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Það samanstendur af léttlestrarbókum, örbókum, vinnubókum, lestrarspili, kennsluleiðbeiningum og verkefnum á vef.

 

Í bókinni Alex og Rex eru bókstafirnir ei, ey, p, og x sérstaklega æfðir en bókin er nr. 14a í röð 42 léttlestrarbóka. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er  fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Það samanstendur af léttlestrarbókum, örbókum, vinnubókum, lestrarspili, kennsluleiðbeiningum og verkefnum á vef. Textinn er að mestu án samhljóðasambanda með greinilegu letri og góðu línubili.  

 Í bókinni Út í geim eru bókstafirnir ei, ey, p, og x sérstaklega æfðir en bókin er nr. 14b í röð 42 léttlestrarbóka. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Það samanstendur af léttlestrarbókum, örbókum, vinnubókum, lestrarspili, kennsluleiðbeiningum og verkefnum á vef. Textinn er að mestu án samhljóðasambanda með greinilegu letri og góðu línubili.

Lesskilningsverkefni til útprentunar við allar lestrarbækur í bókaflokknum Sestu og lestu. Í verkefnunum reynir á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði. 

 

Við minnum á námsefnissýninu og örkynningar Menntamálastofnunar sem kallast Náms-örk og fer fram í Smáraskóla, 14. nóvember kl. 14:30 - 16:30.

Hér má sjá yfirlit yfir nýútkomið námsefni. 

 

 

skrifað 13. NóV. 2018.