Handbók í textíl er ætluð kennurum og nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Bókinni er ætlað að styðja við kennslu og vinnu í textílmennt í grunnskólum. Einfaldar og lýsandi skýringarmyndir fylgja helstu aðferðum í textílmennt m.a. í prjóni, hekli, fatasaumi, útsaumi auk annarra textílaðferða. Bókinni fylgja tvær sniðarkir með sniðum á flíkum og nytjahlutum.
Handbók í textíl er þýdd og staðfærð úr sænskri námsbók en upprunalega bókin var gefin út á finnsku. Kennsluleiðbeiningar ásamt aukaverkefnum verða á rafrænu formi á vef Menntamálastofnunar.
Bókin verður fyrst gefin út sem rafbók og er von á prentuðu útgáfunni og sniðörkum í ágúst nk.
Höfundar eru Pirjo Karhu, Maija Malmström, Tuula Mannila, Maj Åberg-Hilden og þýðandi og höfundur íslenska efnisins er Ásdís Jóelsdóttir.