1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni í stærðfræði - Stærðfræðispæjarar 1

Nýtt námsefni í stærðfræði - Stærðfræðispæjarar 1

Stærðfræðispæjarar 1 er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi. 

Bókin er byggð upp á fimm köflum; tölur, rúmfræði, reikningur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi. Bókin inniheldur hefðbundin stærðfræðiverkefni er þjálfa sérstaklega lykilhæfni ásamt verkefnum er samþætta stærðfræði við aðrar námsgreinar eins og útikennslu, upplýsingatækni og íslensku.

Bókinni er einnig ætlað að mæta áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni auk lykilhæfni.

Í bókinni eru kynnt til sögunnar tákn fyrir verkefnin spæjarabók og af borði á gólf. Hugmyndir að útfærslum á þeim verkefnum eru í kennsluleiðbeiningum en þær spila stórt hlutverk við notkun á námsefninu.

Kennsluleiðbeiningar spila stórt hlutverk þegar valið er að nýta Stærðfræðispæjara í kennslu. 

Bókin er einnig aðgengileg sem rafbók

skrifað 29. NóV. 2019.