1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni | Náttúrulega 1

Nýtt námsefni | Náttúrulega 1

Námsefnið Náttúrulega 1 er kjarnaefni í náttúrugreinum fyrir miðstig. Hún hefur verið gerð aðgengileg sem rafbók og eins eru kennsluleiðbeiningar komnar út.

Náttúrulega 1 er fyrsta bókin af þremur fyrir miðstig og mun bókaflokkurinn fjalla um allar undirgreinar náttúrugreina og ná yfir þau hæfniviðmið sem nemendur eiga að hafa náð við lok 7. bekkjar.

Rafbókin býður upp á orðskýringar í sprettigluggum þar sem öll feitletruð hugtök eru útskýrð. Þá eru einnig í bókinni gif-myndir (hreyfimyndir), tenglar á þrívíddarmyndir sem sumar er hægt að skoða í AR (Viðbættum veruleika), tenglar í annað námsefni Menntamálastofnunar, gagnvirk sjálfspróf fyrir nemendur í lok hvers kafla og fleira.

Fleiri viðbætur verða við rafbókina eftir því sem líður á haustið og verður hún fullklár fyrir lok ársins 2021. Verkefnabók fyrir Náttúrulega 1 er væntanleg í rafbókarformi í september og útprentuð í október. Þá verður einnig aðgengilegur námsmatsbanki fyrir bókina í september á læstu svæði kennara þar sem þeir geta valið úr safni verkefna, athugana og prófa fyrir námsmat nemenda. Þá er stefnt að því að rafbókarútgáfa Náttúrulega 1, fyrir nemendur sem hafa íslensku sem annað tungumál, verði gerð aðgengileg vorið 2022.

Áætlað er að Náttúrulega 2 rafbók, lesbók, verkefnabók, hljóðbók, námsmatsbanki og kennsluleiðbeiningar verði gefin út fyrir haustið 2022.

skrifað 25. áGú. 2021.