1. Forsíða
  2. Opnun Lesfimiprófa í maí

Opnun Lesfimiprófa í maí

Þriðjudaginn 2.maí var opnað fyrir lesfimipróf.

Aðgengi að prófunum er rafrænt; þau eru vistuð í Skólagátt og geta kennarar nálgast þau þar til útprentunar. Skráning og úrvinnsla niðurstaðna fer einnig fram í gegnum Skólagátt.

Hægt verður að nálgast niðurstöður prófanna í exelskjali strax eftir að fyrirlögn og innslætti er lokið. Þannig er hægt að sjá framfarir og frammistöðu nemenda í lesfimi miðað við lesfimiviðmið Menntamálastofnunar.

Lesfimiprófið er staðlað mælitæki og valfrjáls möguleiki en mælst er til að nýta þau m.a til að efla skólastarf. Þau eru fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla og kennara til að  bæta kennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.

Þar sem úrvinnsla fyrir hliðarpróf er enn í vinnslu, verður í maí eingöngu opið inn á fyrirlögn lesfimiprófanna.

Athugið að fyrirlagnatímabilið endar 31. maí.

Nánari upplýsingar um Lesferilsprófin. 

skrifað 03. MAí. 2017.