1. Forsíða
  2. RISAstórar smáSÖGUR 2021

RISAstórar smáSÖGUR 2021

Síðastliðið laugardagskvöld var bein útsending á RÚV frá Sögum – verðlaunahátíð barna og tókst hátíðin að vanda ákaflega vel.

Menntamálastofnun gefur út RISAstórar smáSÖGUR 2021 í tengslum við verkefnið en þær innihalda 20 frábærar smásögur eftir börn á aldrinum 6-12 ára.

Sögurnar í ár voru nú sem fyrr fjölbreyttar og fjölluðu meðal annars um sprittbyssu, stórhættulega tölvuleiki, mannræningja, varasama galdraþulu, vofur, gráðugan ref, ævintýrademant og veiðiglaðan pabba. Þær voru valdar af þriggja manna dómnefnd en Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari sá um ritstjórn verksins ásamt ritun formála.

RISAstórar smáSÖGUR 2021 má finna á heimasíðu Menntamálastofnunar en bókin er hin áhugaverðasta sumarlesning fyrir unga lesara. Kíkið endilega við!

skrifað 07. JúN. 2021.