Menntamálastofnun leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og sjálfstæðum starfsmanni með yfirgripsmikla þekkingu og áhuga á ytra mati.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk sérfræðings í ytra mati er að vinna að ytra mati á skólum í samræmi við ákvæði laga og markmiða stofnunarinnar. Meðal verkefna eru undirbúningur og framkvæmd ytra mats á skólum, leiðsögn til skólasamfélagsins vegna innra mats á skólum og umbótaferils og þátttaka í stefnumótun og þróun vinnubragða. Starfið felur í sér mikil samskipti við aðila bæði innan og utan stofnunarinnar og starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sinna öðrum þeim störfum sem kunna að þarfnast úrlausnar hjá stofnuninni.
Hæfniskröfur
Menntunar- og hæfniskröfur - Háskólamenntun á sviði mats á skólum og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. - Þekking og reynsla af skólastarfi er mikilvæg. - Reynsla af mati á skólum, verkefnastjórnun, teymisvinnu og þróun skólastarfs er æskileg. - Gerð er krafa um skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góða samskiptahæfileika og þjónustulund. - Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli á íslensku er mikilvæg. - Góð almenn tölvukunnátta er mikilvæg.
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Miðað er við að viðkomandi hefji störf í byrjun ágúst. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn sendist á [email protected] merkt: Sérfræðingur í ytra mati. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2022 en gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í byrjun ágúst.
Nánari upplýsingar veitir
Gústaf Adolf Skúlason, starfandi sviðsstjóri matssviðs, í síma 514-7500, netfang: [email protected]