Tímabundið starf sérfræðings við mat á innleiðingu námskrár framhaldsskóla
Auglýst er laus til umsókna staða sérfræðings á Þjónustusviði í málefnum framhaldsskóla. Um er að ræða hálft starf til eins árs.
Helstu verkefni:
- Skipulag og framkvæmd mats á innleiðingu aðalnámskrár framhaldsskóla og umbóta á framhaldsskólastigi
- Öflun og greining gagna um framhaldsskólastigið og þróun mælikvarða á stöðu þess
- Undirbúningur staðfestingar námsbrautalýsinga
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af málefnum framhaldsskóla
- Þekking og reynsla á námskrármálum og mati á skólastarfi
- Öryggi og reynsla í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna og góð tölvukunnátta
- Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli
- Skipulögð vinnubrögð
- Hæfileikar til skapandi starfs og innleiðingu nýjunga
- Góðir samskiptahæfileikar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Umsókn um starfið fylgi skrá yfir menntun ásamt prófskírteinum og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.
Umsókn sendist á [email protected] merkt: Sérfræðingur, framhaldsskóli. Öllum umsóknum verður svarað. Launa- og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir Helga Óskarsdóttir, sviðsstjóri, í síma 514-7500, netfang: [email protected].
Umsóknafrestur er til og með 31. maí 2016.