1. Forsíða
  2. Sjónum beint að forvörnum gegn einelti í skólum

Sjónum beint að forvörnum gegn einelti í skólum

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn og er sjónum nú beint sérstaklega að forvörnum gegn einelti í skólum.

Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf.

Menntamálastofnun beinir því til skóla að þeir hugi að aðgerðum gegn einelti og vinni að bættum skólabrag og góðri líðan nemenda.

Nánari upplýsingar um dag gegn einelti.

skrifað 07. NóV. 2017.