1. Forsíða
  2. Stafastund komin út

Stafastund komin út

Menntamálastofnun hefur gefið út verkefnið Stafastund en það er sérstaklega ætlað þeim nemendum sem eiga í erfiðleikum með að tileinka sér bókstafi og hljóð og hafa ekki náð tökum á færninni við lok 1. bekkjar.

Verkefnið hefur nýst foreldrum vel sem vilja hjálpa börnum sínum að styrkja bókstafsþekkingu sína yfir sumarið en það samanstendur af kennsluleiðbeiningum, verkefnum og stafasetti og myndum sem hægt er að prenta út.

Upplýsingar um verkefnið hafa verið sendar í alla grunnskóla landsins og eru þeir hvattir til að koma því áleiðis til áhugasamra foreldra. Verkefnið getur svo einnig nýst skólum frá og með næsta skólaári.

skrifað 10. MAí. 2019.