1. Forsíða
  2. Umsýsla dags gegn einelti flutt til Heimilis og skóla.

Umsýsla dags gegn einelti flutt til Heimilis og skóla.

Samningur hefur verið undirritaður milli Menntamálastofnunar og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra um umsýslu dags gegn einelti 8. nóvember ár hvert. Samningurinn er gerður til þriggja ára.

Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum og hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2011. Með samningnum er horft til sérþekkingar Heimilis á skóla á umsýslu foreldraverðlaunanna og er miðað að því að sama fyrirkomulag verði á næsta ári á umsýslu dags gegn einelti.

Sjá nánari upplýsingar um daginn hér.

skrifað 23. SEP. 2019.