1. Forsíða
  2. Upptaka frá málþinginu Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Upptaka frá málþinginu Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Á málþinginu var kynnt verkefnið Snemmbær stuðningur í leikskóla – læsi til framtíðar sem er samstarfverkefni við Talstúdíó Ásthildar Bj. Snorradóttur og upptöku af hennar fyrirlestri er að finna hér ásamt glærum.

Einnig eru glærur tengdar innleiðingarferli Mosfellsbæjar og Fjarðabyggðar aðgengilegar.

Á Fræðslugátt Menntamálastofnunar hefur nú verið bætt við leikskólastigi þar sem upplýsingar um verkefnið er að finna auk handbóka þeirra leikskóla sem hafa tekið þátt í þróunarverkefninu. Þar má einnig finna verkfærakistu leikskólans sem inniheldur áður útgefið efni Menntamálastofnunar og getur nýst leikskólum.  

Sveitarfélögum og leikskólum býðst að óska eftir samstarfi með því að senda umsókn á [email protected]. Glærur tengdar aðkomu Menntamálastofnunnar eru hér.

skrifað 29. APR. 2021.