1. Forsíða
  2. Útskýringar á villutalningu í lesfimiprófi

Útskýringar á villutalningu í lesfimiprófi

Útskýringar á villutalningu í lesfimiprófi

Lesfimi er færni sem byggir á lestrarnákvæmni, leshraða (sjálfvirkni) og hrynrænum þáttum tungumálsins en allir þessir þættir stuðla að auknum lesskilningi.
 
Í lesfimiprófum Menntamálastofnunar eru metnir tveir fyrstnefndu þættirnir þ.e. lestrarnákvæmni og leshraði. Kennarar eru einnig hvattir til að huga að hrynrænum þáttum í lestri nemenda (sjá umfjöllun um mat hrynrænna þátta á skráningarblöðum kennara) en það mat kemur ekki beint inn í lesfimieinkunn nemandans.
 
Hins vegar er mat á lestrarnákvæmni innbyggt í lesfimieinkunn nemenda með því að gefa villum mismikið vægi eftir fjölda þeirra. Við þróun á prófinu var tekið tillit til þess hvernig nemendur lesa almennt, dreifingu á villum og vægi fundið. Þetta er gert á eftirfarandi hátt:

  • 1-2 villur dragast ekki frá sem villur.
  • 3-9 villur dragast frá með margföldunarstuðlinum 1.
  • 10 villur og fleiri dragast frá með margföldunarstuðlinum 2 (hafa tvöfalt vægi). 
skrifað 17. MAí. 2017.