1. Forsíða
  2. Vandamál við samræmt könnunarpróf í ensku

Vandamál við samræmt könnunarpróf í ensku

Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í ensku í morgun komu upp tæknilegir örðugleikar vegna álags á vefþjón. Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag.  

Í ljósi þessa var ákveðið að fresta próftöku á enskuprófinu. Út frá velferð nemenda er ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður. Eftir helgi verður fundað með hagsmunaaðilum til þess að taka ákvörðun varðandi fyrirlögn prófanna. Ljóst er að próftökuaðstæður fyrir marga nemendur voru ekki fullnægjandi og tekið verður mið af því við ákvörðun um framhaldið.

Send var tilkynning til skólastjóra fyrr í morgun og þeim tilkynnt frestun á próftöku.

Menntamálastofnun harmar þetta mjög og þau áhrif sem þetta hefur haft á nemendur, foreldra og skólasamfélagið í heild. Þar sem mikill undirbúningur liggur að baki hjá öllum eru þetta gífurleg vonbrigði. Í ljósi þess óskum við eftir því við þá sem standa næst nemendum að upplýsa þá um stöðu mála og hlúa að þeim eftir bestu getu.      

Áfram verður unnið að frekari úrlausn vandans og upplýst reglulega um stöðu mála. Þá er að vænta yfirlýsingar frá þjónustuaðila prófakerfisins.

Allar nánari upplýsingar veita:

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, s.893-9575

Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs, s. 699-1224

skrifað 09. MAR. 2018.