Hæfniramminn um íslenska menntun er ætlað að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Hann telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur.
Ramminn hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hins vegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa. Þá nýtist hann einnig sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.
Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins hvað varðar þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Nám í, grunnskóla, framhaldsfræðslu, framhaldsskóla og háskóla skal skipuleggja samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Þau hæfniþrep sem þar birtast eru tengd við rammann.