1. Forsíða
  2. Um okkur
  3. Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Menntamálastofnunar nær til alls starfsfólks stofnunarinnar og tekur mið af Jafnlaunastaðli ÍST85:2012, 6. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 ásamt viðeigandi lögum, reglugerðum og stofnanasamningum. Ákvarðanir launa og annarra hlunninda skulu byggðar á málefnalegum forsendum þar sem jafnræðis er gætt og tekið er mið af verðmæti starfa. Stefna Menntamálastofnunar er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Forstjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis Menntamálastofnunar sem felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals.

Mannauðsstjóri er tilnefndur ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis Menntamálastofnunar, því fylgir ábyrgð á að fylgja eftir starfrækslu og upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu gagnvart markmiðum.

Til að ná þessum markmiðum mun Menntamálastofnun:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi samkvæmt Jafnlaunastaðli ÍST 85:2012.
  • Framkvæma reglulega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og greina laun og hlunnindi starfsfólks til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Starfsfólk fái kynningu á jafnlaunastefnu árlega. Jafnlaunastefna skal vera aðgengileg á ytri vef Menntamálastofnunar.
  • Rýna markvisst í þau ferli og þær forsendur sem stjórna ákvörðunum um laun.
  • Framkvæma skal  reglubundnar úttektir á framvindu, innri úttektir og rýni stjórnenda.
  • Tryggja að viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma sé fylgt og staðfesta hlítingu.

Starfsfólki Menntamálastofnunar er ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs og er yfirmanni eða öðrum sem koma að ákvörðun launa óheimilt að óska trúnaðar starfsfólks um launakjör þeirra.

Maí 2020.